Það er eins með þetta og allt annað í þessum heimi. Allt hefur kosti og galla.
En hverjir eru kostirnir og gallarnir við það að salta göturnar á veturna?
Til að byrja með er vert að taka fram að það skiptir miklu máli hve hátt prósentu stig af salti er notað í blönduna sem dreift er á göturnar og hvernig salt er notað.
Hægt er að nota gróft salt (e. rock salt), fínna salt, saltblöndu með möl og svo gamla góða sjóinn.
Mismunandi salt notkun hefur mismunandi virkni og mismunandi afleiðingar
Kostir
Minni klaki
Minni klaki á götum og gangstígum. Slíkt eykur öryggi við helstu aðstæður með tilliti til framhjóladrifna bíla sem og bíla sem ekki eru á góðum vetrardekkjum sem og fyrir gangandi vegfarendur. Salt lækkar frostmark vatns og vinnur þannig gegn ísingu.
Heimild: thoughtco.com
Aukið öryggi
Minni klaki eykur öryggi í umferð. Hafa ber þó í huga að mikilvægt er að moka vel eftir að salt hefur leyst upp klaka og ísþekjur svo ekki myndist önnur gerð af hættum, eins og salt blandað krap.
Hefur áhrif á svifryksmengun
Að notast við salt frekar en möl og sand mun hafa áhrif á svifryksmengun sem annars myndi koma vegna þess síðarnefnda.
Ef notast er við sjó frekar en gróft salt þá rykbindur það einnig það smáryk sem myndast hefur á götunum.
(Aftur á móti eru vísbendingar um að svifryk frá saltnotkun getur verið álíka slæm skv. nýlegum tölum frá Svíþjóð)
Hagkvæmt
Það er talið vera ódýrara fyrir bæjarfélög að láta salta göturnar fram yfir aðra valkosti, þá aðalega ef notast er við sjóinn.
Fjótleg
Það er fljótlegt að nálgast meiri sjó hér á landi til þess að dreifa á göturnar.
Gallar
Saltið skemmir bifreiðar langt fyrir aldur fram
Saltið fer mjög illa í bifreiðarnar – Ryðmyndun eykst gífurlega og er auðsjáanlegt á bílum sem skoðaðir eru hvort þeir koma utan af landi þar sem ekkert salt er notað eða frá höfuðborginni þar sem saltað er.
Það er ekki bara ytra lag bílsins sem ryðgar við saltið, heldur mikið alvarlegri hlutir líkt og bremsukerfi, burðarbitar, demparar, stýrisendar og allt annað tengt hjólabúnaði.
Heimild: carcovers.com

Minnkar grip á dekkjum
Góð dekk eru eitt helsta öryggisatriði þegar kemur að akstri bifreiða.
Hver kannast ekki við að dekkin eru húðuð af tjöru og gripið minnkar eftir því sem líður á eturinn?
Vísbendingar eru um að salt skemmi malbik og getur það leitt til þess að tjörulag á dekkjum eykst og veldur það verra gripi fyrir vikið.
heimild: nique & reston.org & Skemman.is
Erfiðari færð í vissum tilfellum
Ef salt er notað til þess að hálkuverja þá verður oft til mikið slabb útfrá því. Slíkt getur valdið gífurlega erfiðum aðstæðum til aksturs.
Að jafnaði þá hættir salt að virka við -10 til -15°c og hafa flestir orðið varir við það þegar þeir aka um í miklum kulda hvað slabbið sem saltið myndaði á það til að frjósa á þann veg að færð verður mjög slæm.

Getur farið illa með malbikið, steypu og ýmis mannvirki.
Vísbendingar benda til þess að saltið sem notað er á göturnar fari verr með malbikið heldur en nagladekk. Það er því aukinn kostnaður í vegavinnu sem fylgir aukinni salt notkun.
Heimild: reston.org & Skemman.is
Takmarkar sýnleika og skyggni
Saltkrapið sem myndast á götunum veldur því að rúður og ljós bifreiða verða mjög hratt skítug. Augljóslega veldur það takmarkaðri lýsingu frá ljósum bifreiða og takmörkun á skyggni út úr bifreiðum.
Þetta veldur því að þrífa þurfi bílana mikið oftar en vanalega, en það er nú ekki beint álitlegt að stoppa oft á leið sinni bara til þess að strjúka af ljósum og rúðum saltblönduna sem slettist yfir bílinn.
EInnig fylgir því óþrif á vegmerkingum og fl.
Getur reynst hættulegt dýrum
Mörg dýr þola mjög illa saltið sem notað er á göturnar. Þetta fer sem dæmi mjög illa í loppurnar á t.d. hundum og köttum, og getur í vissum aðstæðum haft alvarleg áhrif á náttúruna og þau dýr sem í henni finnast ef þetta nær að berast á viðkvæm svæði.
Sem dæmi er hér rætt um hve illa saltið fer í loppur á hundum.
Heimildir: Smithsonian & Petfinder
Slæm áhrif á náttúruna
Saltið hefur einnig slæm áhrif á margar plöntur, Saltið nefnilega heldur sig ekki bara á veginum heldur kastast út fyrir vegina og getur því með tímanum náð ofan í jarðveginn og haft bein áhrif á plöntulíf þar á svæðinu. Það getur haft áhrif á ferskvatn, lífverur sem í því lifa, vatnsgæði og fl.
Heimildir: Smithsonian & reston.org & University of Vermont Extension – Department of Plant and Soil Science
Saltið skemmir skófatnað
Já, þetta undraefni fer mjög illa í skófatnað hjá fólki sem labbar í þessu, og þá aðalega leðurskó og skó úr viðkvæmari efnum. Það er þó hægt að gera ýmsilegt til þess að komast hjá því að illa fari með réttum efnum og góðu viðhaldi og þrifum.
Heimildir: Oureverydaylife.com & leather-dictionary.com
Fer illa með gólfefni
Gólfefni getur farið mjög illa þegar salt blandaður snjórinn berst inn með skófatnaði. Flísar verða ljótar, parket skemmist og dúkar eyðast. Þetta kemur sérstaklega fram í verslunum og hjá öðrum fyrirtækjum þar sem manna umferð er mikil, en einnig í forstofum hjá fólki sem dæmi. Það krefst mikilla þrifa að halda gólfum góðum á veturna og það eykst til muna með tilkomu saltsins.
Heimildir: csbsi.com & kaivac.com

Bærinn virkar skítugari
Við vitum öll hvernig útlitið er í höfuðborginni þegar snjór byrjar að falla, saltinu er dreift yfir hvíta snjóinn sem síðar meir verður grár og brúnn að lit og kastast um allt í formi slabbs. Þetta veldur því að umhverfið og göturnar, tala nú ekki um bílana, verður allt mikið skítugara og minna aðlaðandi.
Lausnir
Hvað er þá hægt að gera til þess að komast hjá því að nota salt þar sem ekki er vilji til að nota sandinn?
Þar liggur lausnin aðalega í því að moka vel, og sleppa öllum viðbótum. Það er lítið mál að keyra á hálum vegum þegar bílar eru á vel negldum dekkum.
Það ætti hreinlega að mati höfundar að skikka fólk til þess að vera á almennilegum vetrardekkjum. Sekta þá sem fara af stað og valda töfum / skaða vegna óásættanlegra dekkja og efla almenningsamgöngur.
Ef klaki er hafður á vegum þá verður sjálfkrafa minna um svifryk? En borgar það sig?
Ef klaki hverfur þá væri sterkur leikur að sópa vegi meðan tækifæri gefst til þess að takmarka svifrykið.
Uppfært 21.11.2019 með heimildum