Söluskoðun / Ástandsskoðun

Þegar maður hefur hug á að versla sér bifreið sem er notuð, þá er mjög sniðugt að fara með umrædda bifreið í svokallaða söluskoðun, einnig þekkt sem ástandsskoðun
Með því er hægt að komast að mögulegum göllum, skemmdum og öðru sem ekki er svo auðvelt að sjá við venjulega skoðun t.d. á bílasölum.

Hvað er gert í söluskoðun?

Þegar þú ferð með bíl í söluskoðun þá eru sérfræðingar á vegum þess fyrirtækis sem þú ákveður að versla við, sem taka bílinn og skoða allt frá smá dældum upp í mögulega galla í mótor.
Sem dæmi má nefna að sett er út á ástand hjólbarða, hjólabúnaðar, undirvagns, ytra lag bifriðar, innréttingu, hljóðkerfi, hlustað eftir aukahljóðum í prufuakstri, hlustað eftir aukahljóðum í drifum, kassa og móttor, og margt fleira.
Það má segja að um sé að ræða skilduskoðun á sterum, án möguleika á endurskoðun.

Eftir söluskoðunina er settur saman listi yfir hvert atriði sem skoðunarmaður finnur og í sumum tilfellum er jafnvel gert gróf kostnaðaráætlun um hvað það myndi kosta að gera bílinn góðann.
Þann lista er síðan hægt að notfæra sér til þess að gera upp hug sinn hvort um sé að ræða bifreið sem þú vilt þrátt fyrir það sem sett var út á í söluskoðun, og þá í framhaldi hægt að notfæra sér til þess að semja betur um verð á bílnum.

Bifreið skoðuð. Mynd: Tékkland

Hvenær borgar sig að söluskoða?

Söluskoðun er mjög sniðugt tól í ákvörðunartöku við bifreiðakaup þegar um er að ræða bifreiðar sem eru notaðar.
Aftur á móti þarf hver og einn að meta hvenær það borgar sig að fara með bifreið í söluskoðun.
Ekki er í boði að fara með bifreið í söluskoðun ef hún er oðin ákveðið gömul en miðað við þær upplýsingar sem við höfum þá er miðað við 10-13 ára aldur. Ef bifreiðin er eldri en það er ekki boðið upp á söluskoðun.
Aftur á móti er þá hægt að notfæra sér ýmsar aðrar þjónustur, eins og aukaskoðun og léttskoðun, en þá er farið í færri hluti en þó mikilvæga hluti.

Má bjóða þér að deila þessari síðu?
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 • Post author:
 • Post category:Bílar