Lögbundin bifreiðaskoðun

Hér á landi er nauðsynlegt samkvæmt lögum að fara með bifreiðar í árlega skoðun, einnig þekkt sem aðalskoðun, þó með undantekningu á nýrri bílum þar sem slík skoðun er framkvæmd sjaldnar. Eftirfarandi upplýsingar eru að mestu leiti teknar af vef Tékklands.

Hvenær skal færa bifreiðar til aðalskoðunar

  • Bifreiðar sem eru nýskráðar eftir 2010 skal færa til aðalskoðunar á fjórða ári eftir að þau eru skráð í fyrsta sinn, að skráningarárinu frátöldu. Eftir það skal skoða þau annað hvert ár í tvö næstu skiptin og árlega eftir það.
  • Bifreiðar nýskráðar 2009 eða fyrr skal færa árlega til aðalskoðunar.

Til þess að einfalda þetta enn frekar.
Ef bifreið er nýskráð 2018, fer fyrsta aðalskoðun fram árið 2022
Önnur aðalskoðun er þá framkvæmd árið 2024.
Sú þriðja er svo framkvæmd árið 2026.
Eftir það færist bifreiðin í árlega aðalskoðun, s.s. frjóða skoðun 2027, fimmta árið 2028 og svo framvegis.

Þau ökutæki sem færa skal árlega til aðalskoðunar eru eftirfarandi.

  • Vörubifreiðar
  • Hópbifreiðar
  • Leigubifreiðar til mannflutninga
  • Bifreiðar ætlaðar til sjúkraflutninga
  • Bifreiðar til neyðaraksturs
  • Eftirvagnar með leyfða heildarþyngd meiri en 3.500 kg.

Ökutæki, skráð hér á landi, utan dráttarvéla og torfærutækja, skal færa til aðalskoðunar í þeim mánuði sem síðasti tölustafur á skráningarmerki ökutækisins vísar til. Þannig skal ökutæki með skráningarmerkin sem endar á 1 fært til skoðunar í janúar og ökutæki með skráningarmerki sem endar á 0 í október.

Hafi ökutæki einkamerki sem endar á tölustaf þá segir það númer til um skoðunarmánuðinn. Ef einkanúmerið endar hinsvegar á bókstaf skal færa það til skoðunar í fimmta mánuði ársins, þ.e. maí.

Bifreið skoðuð. Mynd: Tékkland

Færa skal eftirtalin ökutæki til aðalskoðunar fyrir 1. október á skoðunarári:

  • Fornbifreið
  • Húsbifreið
  • Bifhjól, þ.m.t. fornbifhjól og létt bifhjól

Fornbifreiðar og fornbifhjól skal færa til skoðunar fyrir 1. október annað hvert ár. Öll skráð fornbifhjól og fornbifreiðar skal færa til skoðunar árið 2009. Nýskráningarár fornbifreiða og fornbifhjóla ræður því hvort þær fái eins eða tveggja ára skoðun árið 2009. Reglan er eftirfarandi:

  • Fornbifreið eða fornbifhjól sem er nýskráð á Íslandi á sléttu ári skal koma til skoðunar á sléttu ári. Sem dæmi má nefna fornbifreið eða fornbifhjól sem var nýskráð á Íslandi árið 1972. Slík ökutæki fá eins árs skoðun árið 2009 og skal mæta aftur til skoðunar árið 2010.
  • Fornbifreið eða fornbifhjól sem er nýskráð á Íslandi á oddatöluári skal koma til skoðunar á oddatöluári. Sem dæmi má nefna fornbifreið eða fornbifhjól sem var nýskráð á Íslandi árið 1973. Slík ökutæki fá tveggja ára skoðun árið 2009 og mætir því næst árið 2011.

Hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagnar

Hjólhýsi (fellihýsi) og tjaldvagna skal færa til skoðunar fyrir 1. október á eftirfarandi skoðunarári:

  • Skráð 2006 og síðar skal fyrst færa til aðalskoðunar á fjórða ári eftir að þau eru skráð fyrsta sinni, að skráningarárinu frátöldu, síðan á tveggja ára fresti;
  • Skráð 2005 og fyrr skal færa til aðalskoðunar í fyrsta sinn 2009, síðan á tveggja ára fresti.

Hvað gerist ef aðaskoðun er ekki framkvæmd?

Ef bifreið er ekki færð til aðalskoðunar innan þess tíma sem ætlast er til, leggjast fjársektir á bifreiðareiganda tengt bílnúmerinu. Þá sekt verður að greiða til þess að geta fært bifreiðina til skoðunar.
Einnig er þörf á að greiða sektina áður en bifreið er seld.

EF bifreið er ekki skoðuð til lengri tíma eru líkur á því að lögreglan boði bílinn í skoðun, þá með sérstökum miða sem settur er yfir eldri skoðunarmiða.

Sé aðalskoðun ekki framkvæmd eftir það er hætt við að lögreglan muni klippa númerin af bifreiðinni.

Má bjóða þér að deila þessari síðu?
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  • Post author:
  • Post category:Bílar