Hvað mega hundar ekki borða

Hundar þola alls ekki jafn fjölbreytta fæðu og menn.
Ýmis fæða og drykkir sem eru að mestu hættulaus mannfólki getur reynst slæmt fyrir hunda.

Listi yfir hluti sem hundar meiga EKKI borða né drekka

  • Súkkulaði
  • Sælgæti
  • Elduð bein – aðalega kjúklinga
  • Áfengi
  • Lárpera (Avókadó)
  • Laukur
  • Hvítlaukur
  • Koffín
  • Vínber
  • Rúsínur
  • Mjólkurafurðir
  • Beikon
  • Mjög feitt kjöt
  • Mikið saltað fæði
  • Mikið sykrað fæði
  • Mikið kryddað fæði
  • Xylitol
  • Macadamia hnetur
  • Döðluplómur
  • Döðlur
  • Ferskjur
  • Plómur
  • Lyf ætlað mannfólki

Það er ýmsilegt annað sem ekki er gott fyrir hunda að borða sem ekki er á þessum lista.
Ef þú veist um efni sem hundurinn má ekki borða þá getur þú sent okkur skilaboð um slíkt og við uppfærum listann.

Hundar eiga það flestir sameiginlegt að vilja borða hvað sem er.
Mynd: James Barker 

Hvað skal gera ef hundurinn kemst í fæðu eða drykk sem getur reynst honum skaðlegt?

Þessar elskur eiga það til að vera lúmskar og koma stundum upp þannig tilfelli að hundurinn nær að lauma sér í matvæli sem ekki eru góð fyrir hann.
Þá er mikilvægt að horfa á málið alvarlegum augum og heyra í dýralækni og fá ráð um hvað skal gera.
Ef þetta gerist utan opnunartíma hjá dýralækni er hægt að hringja í neyðarsíma dýralækna.
Fylgjast þarf með því hvernig hundurinn hegðar sér og hvernig honum líður.
Ef hann byrjar að skjálfa, haga sér undarlega, æla eða annað sem ekki telst eðlilegt skal ýtreka slíkt við dýralækni.

Má bjóða þér að deila þessari síðu?
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  • Post author:
  • Post category:Gæludýr