Jólagleði á Ráðhústorgi – Akureyri

Laugardaginn 23. nóvember kl. 16:00, taka Akureyringar formlega við jólatrénu sem vinabærinn Randers í Danmörku gefur þeim að venju og verður ýmislegt til gamans gert.

Það má með sanni segja að jólagleðin á Ráðhústorgi sé fastur viðburður ár hvert sem vert er að kíkja á, en það er fátt sem er jafn ánægjulegt og að horfa á jólaljósn tendruð í faðmi fjölskyldu og vina.

Fjölmenni við Ráðhústorg
Mynd: Akureyrarbær

Dagskrá

 • Lúðrasveit Akureyrar spilar jólalög undir stjórn Sóleyjar Einarsdóttur.
 • Jólasveinarnir kútveltast um svæðið og heilsa upp á bæjarbúa
 • Jólatréð formlega afhent
 • Bæjarstjóri flytur ávarp
 • Ljósin á jólatrénu tendruð
 • Jólasveinar syngja sígild jólalög og gefa holt góðgæti

Lúðrasveitin mun byrja að spila um kl. 15:45 og síðan fara Jólasveinarnir að renna í hlað um kl. 16:00.
Jólatréð er síðan afhent formlega, en það eru þau Eva Egesborg hansen, sendiherra Dana á Íslandi og Helgi Jóhannesson, konsúll Dana á Akureyri sem afhenda tréð í ár.

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, flytur að því loknu ávarp, en í framhaldi af því verður það hún Alexandra Maren Ásgeirsdóttir Lie sem tendrar ljósin á jólatrénu fyrir hönd Norræna félagsins á Akureyri, en hún er tveggja og hálfs árs.
Mun hún njóta við það aðstoðar Evu og Ásthildar.

Jólasveinarnir syngja síðan að lokum sígild jólalög með viðstöddum og gefa hollt góðgæti.

VIðburðinn á Facebook má sjá hér

Má bjóða þér að deila þessari síðu?
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •