DHL fjárfestir 16,7 milljörðum kr. í nýrri flokkunarstöð.

DHL hefur nú opnað nýja flokkunarstöð í austur Þýskalandi sem á að hjálpa til við að mæta þeim kröfum sem þarf að ná, eftir því sem hraðsendingar verða vinsælli í Evrópu.

Nýja flokkunarstöðin er staðsett við Cologne-Bonn flugvöll í Þýskalandi. Þar hefur DHL afnot af 15,000 fermetra vöruhúsi með nýjustu og flottustu flokkunartækni sem er í boði í heiminum í dag.
Vöruhúsið og flokkunartækjabúnaðurinn kostaði DHL 123 milljónir evra, (16,7 milljarðar íslenskra króna).

Nýja flokkunartsöð DHL
Mynd: Freightwaves.com

„Við búumst aðeins við vaxandi eftirspurnum á sendingum á komandi árum, þá sérstaklega í tengslum við sendingar heimshorna á milli“ segir Travis Cobb framkvæmdastjóri alþjóðlegra sendingaleiða hjá DHL.

Travis Cobb, framkvæmdastjóri alþjóðlegra sendingaleiða hjá DHL.
Mynd: Lanereport

Í flokkunarstöðinni er að finna alla þá nýjustu tækni sem hjálpar DHL við flokkun og fljóta afgreiðslu pakka sem þeir fá í hendurnar. Sú tækni sem DHL notar við að hjálpa sér að afgreiða sendingar á ótrúlegum hraða er t.d. 3D skannar og sogskála armar til að færa pakka á milli færibanda.

DHL nær að vinna allt að 20.000 sendingar á einum klukkutíma með hjálp færibands sem er 2.5 kílómetri að lengd! Þessi nýja stöð er einnig alveg laus við alla kolefnislosun.

„Þessir 16,7 miljaðar sem við höfum eitt í nýju flokkunarstöðina okkar er aðeins sýn á það að við höfum mikla trú á og erum búnir að skuldbinda okkur við Cologne-Bonn svæðið hér í Þýskalandi og búum þá til í leiðinni til mikið af störfum fyrir fólk á svæðinu“. Segir Detlef Schmitz, forstjóri DHL Express stöðvarinnar í samtali við Freigthwaves.com

Má bjóða þér að deila þessari síðu?
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •  
 •