Súper dúóið Lindemann hefur nú gefið út nýja plötu sem ber nafnið F & M.
Platan, sem inniheldur 13 lög, var gefin út 22. nóvember 2019 á rafrænu formi, CD og Vínyl.
Platan var tilbúin 16. ágúst 2019 en það var ekki fyrr en 10. september sem þeir gáfu aðdáendum sínum smá sýnishorn af henni með laginu Steh Auf sem er einnig fyrsta lag plötunnar.
Myndbandið við Steh Auf var síðan frumsýnt 13. september og loks var platan gefin út 22. nóvember.
Plötuna í heild sinni má nálgast á Spotify
Tónleikaferðalag Lindemann 2020
Lindemann tónleikaferðalagið fyrir árið 2020 var tilkynnt 4. nóvember og er nú þegar uppselt á 10 af 19 tónleikum.
Fyrir áhugasama má nálgast skipulag yfir tónleikaferðalagið hér: Lindemann.band
Lindemann er hljómsveit (Súper dúó) sem að flestir Rammstein aðdáendur ættu að þekkja, en hér er um að ræða aðal söngvara Rammstein, Till Lindemann frá Þýskalandi í samvinnu með sænska fjöl-hljóðfæraleikarann Peter Tägtgren úr hljómsveitunum Hypocrisy og Pain.

Mynd: Wallofsoundau.com
Lindemann og Peter hittust árið 2000 á rokk klúbb í Stokkhólm en það var ekki fyrr en 13 árum síðar, þegar Rammstein var að spila á tónlistarhátíð í Svíþjóð, sem hugmyndin um samvinnu þeirra á milli fór á flug.
Hugmyndin var fyrst um sinn að búa til 2-3 lög saman en Peter þótti þeir of góðir saman til þess að stoppa þar.
Nafnið á hljómsveitinni þótti ekki auðvelt í fæðingu, en eftir gífurlega margar hugmyndir, sem allar reyndust fráteknar, ákváðu þeir loks að fara eftir utanaðkomandi hugmynd og kalla sig Lindemann, þó svo að Peter var nú upphaflega ekki sáttur með það.
28. Maí 2015 gaf hljómsveiting út sína fyrsta smáskífu sem bar nafnið Praise Abort.
Fljótlega eftir það, eða 19. júní 2015 gáfu þeir út fyrstu plötuna sína sem bar nafnið Skills in Pills. Sú plata inniheldur 10 lög, þar af 1 bónus lag.