Hvað er pizza steinn?

Pizza steinn eða bökunar steinn eins og hann er líka oft kallaður er steinn sem er ætlaður til að baka brauð á.

Pizza steinn er ekkert frábrugðin venjulegum bökunar stein, nema pizza steinar eru oft hringlaga í laginu vegna form pizzunar, sem er jú yfirleitt hringlaga.

Klassískur pizzasteinn.
Mynd: Ebay.com

Hver er tilgangurinn með pizza stein?

Hugsunin bakvið pizza steininn er að hita botninn á pizzunni nógu mikið til að fá þennan góða krönsí botn eins og maður fær á eldbökuðum pizzum. Pizza steinar eru yfirleitt hannaður úr keramiki, sem hjálpar til við að hita botninn jafnt og draga raka úr pizzabotninum á meðan hann bakast til að fá sem stökkasta botninn.

Hvernig nota ég pizza stein?

Þú hitar ofninn eins og venjulega nema þú hefur steininn inn í ofninum á meðan ofninn hitnar. Gott er að eiga einhverskonar spaða til að smíða pizzuna á, á meðan þú bíður eftir að ofninn hitni. Best er að baka pizzur við háan hita til auka líkurnar á því að botninn og endarnir verði stökkir og krönsí. Ofnhitinn ætti að vera í kringum 210°C – 230°C

Mundu að dreifa hveiti eða semolínu á yfirborðið sem þú smíðar pizzuna á svo þú eigir auðveldara með að færa hana yfir á steininn í ofninum. Það er ekki gaman að vera búin(n) að smíða þessa frábæru pizzu sem er síðan föst við yfirborðið sem hún er á.

Pizzasteinn á grilli
Mynd: BBQstoremalta.com

Ekki vera hræddur við að nota pizzasteininn þinn til að baka mismunandi brauð á, eða jafnvel henda honum á grillið og grilla pizzuna fyrir skemmtilega upplifun!

Má bjóða þér að deila þessari síðu?
  • 16
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
    16
    Shares