Uber missir starfsleyfið í London

Farveitan Uber hefur misst starfsleyfi sitt í London.

SkyNews greinir frá þessu á vef sínum. Bresk samgönguyfirvöld telja ýmis brot hafa komið upp í þjónustu fyrirtækisins sem hefur leitt til aukinnar áhættu fyrir farþega Uber.

Talsmaður Uber segir að ákvörðun samgönguyfirvalda að segja upp starfsleyfi þeirra sé „afar óvenjuleg, röng og að þeir munu berjast gegn þessari ákvörðun“

Mikil óvissa er um framtíð Uber í London.
Mynd: Dancingastronaut.com

Uber hefur nú tuttugu og einn dag til þess að áfrýja málinu, þeir hafa þó leyfi til að starfa á áfrýjunartímabilinu. Þessi ákvörðun er þó talin vera mikið áfall fyrir fyrirtækið.

Haft er eftir talsmanni samgönguyfirvalda í London, að þrátt fyrir að Uber hafi brugðist við nokkrum af þeim ábendingum sem þeim hafi borist, þyki ekki nóg að gert. Því hafi ekki verið talið rétt að endurnýja starfsleyfið að svo stöddu.
Það er með öllu óásættanlegt að Uber heimili farþegum að setjast upp í bifreiðar með bílstjórum sem mögulega hafa engin leyfi né tryggingar.“ segir hann.

Má bjóða þér að deila þessari síðu?
  • 15
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
    15
    Shares