Átján manns var sagt upp störfum í gær hjá Prentmet Odda en þetta staðfestir Guðmundur Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Þessu er greint frá á vef Fréttablaðsins
Er um að ræða einn þriðja af starfsmönnum prentsmiðju fyrirtækisins og segir Guðmundur að um hafi verið að ræða hagræðingaraðgerðir.

Mynd: Fréttablaðið
Nýir eigendur tóku við félaginu nýverið og segir Guðmundur reksturinn hafa verið erfiðan og aðgerðirnar séu liður í því að búa til rekstrarhæft félag.
„Samúð mín er hins vegar fyrst og fremst hjá starfsmönnum. Við vonumst til þess að geta dregið til baka mest af þessum uppsögnum,“ segir Guðmundur.