Átján manns sagt upp hjá Odda

Átján manns var sagt upp störfum í gær hjá Prent­met Odda en þetta stað­festir Guð­mundur Ragnar Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri fyrir­tækisins. Þessu er greint frá á vef Fréttablaðsins

Er um að ræða einn þriðja af starfs­mönnum prent­smiðju fyrir­tækisins og segir Guð­mundur að um hafi verið að ræða hag­ræðingar­að­gerðir.

Maður að störfum í prentsmiðju odda.
Mynd: Fréttablaðið

Nýir eig­endur tóku við fé­laginu ný­verið og segir Guð­mundur reksturinn hafa verið erfiðan og að­gerðirnar séu liður í því að búa til rekstrar­hæft fé­lag.

„Sam­úð mín er hins vegar fyrst og fremst hjá starfs­mönnum. Við vonumst til þess að geta dregið til baka mest af þessum upp­sögnum,“ segir Guð­mundur.

Má bjóða þér að deila þessari síðu?
  • 2
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
    2
    Shares