Þrjár bílveltur á innan við klukkustund

Þrjár bílveltur urðu á sama klukkutímanum í gærkvöld beggja vegna við Egilsstaði þegar ísing myndaðist skyndilega á veginum. Farðþegar bílanna sluppu allir með minniháttar meiðsli en voru fluttir með sjúkrabíl til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Austurlands samkvæmt mbl.is

Í tveimur bílanna var eingöngu ökumaður á ferð en í þriðja bílnum var einnig farþegi með ökumanni, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

Slysin urðu milli klukkan 20 og 21 mánudagskvöldið 25. nóvember, en eins og áður segir myndaðist ísing skyndilega á hringveginum þegar hiti var um frostmark og mikill raki í loftinu.

Vegagerðinni var gert viðvart og gripið var til viðeigandi ráðstafana og vegurinn hálkuvarinn.
Á vef Vegagerðarinnar var svo varað við flughálku í Jökuldalnum í gær, en nú er eingöngu talað um að hálka sé á vegum þar.

Má bjóða þér að deila þessari síðu?
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •