Villikettir í húsnæðisleit

Villikettir á höfuðborgarsvæðinu, sem er dýraverndunarfélag fyrir villta ketti, er nú í húsnæðisleit þar sem félagið missti húsnæði sitt nýlega sökum óviðráðanlegra aðstæðna.

Sárvantar húsnæði

Félagið leitast nú eftir því að finna húsnæði fyrir starfsemi sína á höfuðborgarsvæðinu.
Haft er eftir Margréti Sif, sem hefur verið með aðra „loppuna“ í hinum ýmsu málum er kemur að félaginu, að húsnæðið þarf að vera upphitað og ca. 60 fm. að stærð, en það má vera eitthvað minna eða stærra.
Er félagið til í að skoða allt sem í boði er á Höfuðborgarsvæðinu, hvort sem það er til kaups eða láns, til lengri eða skemmri tíma.
„Tíminn er knappur þar sem Villikettir eru með fullt af kisum sem þarfnast húsaskjóls“ segir Margrét

Við ræddum við Áslaugu Eyfjörð sem er í stjórn hjá félaginu og spurðum hana út í stöðu mála.
Við þurfum svo sannarlega húsnæði þar sem við erum með 38 ketti á fósturheimilum víðs vegar um borgina“ segir Áslaug.
Auðvitað væri best að kaupa en fjármagn heimilar ekki mikið í þeim efnum eins og staðan er núna, því væri æskilegast að finna eitthvað húsnæði sem hægt væri að fá lánað meðan varanlegri lausn finnst

Ef einhver hefur húsnæði sem gæti hentað undir þessa starfsemi er hægt að hafa samband við Villketti í gegnum Facebook síðu félagsins, facebook.com/villikettir

Kettlingar að leik
Mynd: Jari Hytönen

Nærri 6 ár í starfi

Félagið hefur verið starfrækt síðan snemma árs 2014 og er nú með útibú á 6 stöðum á landinu með það aðal markmið að standa vörð um dýravernd fyrir villta ketti á Íslandi.

Hjá Villiköttum er unnið eftir svokallaðri TNR aðferð, sem felur í sér að fanga villta ketti, gelda þá og sleppa þeim aftur svo þeir geti lifað sínu lífi á sama tíma hægt er að sporna gegn offjölgun.

Í ýmsum tilfellum þá þarf einnig að hlúa vel að köttum áður en þeim er sleppt aftur ef ástand þeirra telst ekki nægilega gott til þess að kötturinn nái að spjara sig sjálfur á góðan máta.

Rekið á styrkjum

Villikettir er nær eingöngu rekið á styrkjum og sjálfboðastarfi og má þar nefna göfugt starf sjálfboðaliða sem selja vörur til styrktar félagsins, ásamt þeirri miklu vinnu sem stjórnendur og aðrir sjálfboðaliðar leggja út til þess að fylgja markmiðum félagsins.

523.200 kr. söfnuðust sem dæmi í Reykjavíkur maraþoni Íslandsbanka 2019, en þar hlupu 31 einstaklingar til styrktar Villiköttum, þar á meðal ungur drengur að nafni Matthías Margrétarson, en hann safnaði heilum 171.000 krónum í styrki.

Á sama tíma getur hver sem er skráð sig í félagið, en árgjaldið þar eru litlar 2.800 kr. sem fara í geldingar, læknisaðstoð og skjól. Þú getur skráð þig sem félagsmeðlim hér

Má bjóða þér að deila þessari síðu?
  • 53
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
    53
    Shares