Nýleg tækni notuð til hreinsunar í Ísafjarðarhöfn

Svokölluðu Seabin kerfi hefur nú verið komið fyrir í Ísafjarðarhöfn til þess að hreinsa rusl úr sjónum við höfnina.
Það var Ægir, nemendafélag meistaranema í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða og hafnir Ísafjarðarbæjar, undir umsjón Ralf Trylla umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar, sem stóðu fyrir þessu verkefni og komu kerfinu fyrir.

Á vef Ísafjarðarbæjar er skrifað að nemendafélagið safnaði 300.000 krónum til verkefnisins sem er ætlað að vekja athygli á mikilvægi þess að koma í veg fyrir að rusl endi í sjónum.

Ruslafata í sjó

Seabin er ruslafata í sjó sem dælir vatni í gegnum sig og safnar þannig rusli sem flýtur í sjónum. Ruslið safnast í net í tunnunni sem síðan er hægt að tæma. Á sama tíma hreinsar kerfið olíur og önnur óæskileg efni úr sjónum áður en það loks skilar svo sjónum hreinum aftur á sinn stað líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd frá Seabin Project.

Einföld útskýringarmynd á Seabin tækninni.

Þessi tækni er samkvæmt heimasíðunni seabinproject.com nú þegar í notkun víðsvegar um heiminn og eru yfir 860 kerfi nú uppsett og í notkun.
Kerfin eru samtals að fanga yfir 3.600 kg. af rusli daglega og hafa hingað til safnað nærri 400 tonnum, sem annars myndi fljóta um í sjónum.

Fyrirtækið Seabin Pty Ltd. var stofnað árið 2015 af þeim Andrew Turton og Peter Ceglinski í Ástralíu og var Seabin frumgerðin kláruð sumarið 2016. Ári síðar voru fyrstu kerfin sett upp og fór tæknin í forsölu stuttu eftir það en ekki afhent fyrr en í maí 2018. 394 tunnum hafði svo verið búið að koma fyrir Í maí 2019 víða um heim og í ágúst voru þau orðin 719.
Það má því með sanni segja að útbreiðslan hefur verið hröð frá því að kerfið komst á markað og er mjög ánægjulegt að sjá það nú vera komið í notkun við Ísafjarðarhöfn.

Eitt af markmiðum þeirra félaga, er að geta á endanum endurnýtt það plast, sem safnað er með ruslafötunum þeirra, til þess að búa til fleiri ruslafötur og búa þannig til hentuga hringrás.

Má bjóða þér að deila þessari síðu?
  • 3
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
    3
    Shares