Hvað er væntanlegt í bíó í janúar?
Hér fyrir neðan ætlum við hjá Vangaveltum að taka saman myndir væntanlegar eru í bíó í jánúarmánuði.
Janúar.
La Belle Époque (Gamanmynd, Drama)

Leikstjórn: Nicolas Bedos
Leikarar: Daniel Auteuil, Guillaume Canet, Doria Tillier, Fanny Ardant, Pierre Arditi, Denis Pdalydés, Michäel Cohen, Jeanne Arénes, Bertrand Poncet, Bruno Raffaelli, Lizzie Brocheré, Christiane Millet, Fancois Vincentelli.
Útgáfudagur: 23. janúar 2020
Í bíó frá: 24. janúar. 2020
Söguþráður: Líf hins rúmlega sextuga Victors breytist mikið þegar Antoine, sem er snjall frumkvöðull, býður honum upp á nýja gerð afþreyingar. Fyrirtæki hennar býður viðskiptavinum sínum möguleikann á að ferðast aftur í tímann. Victor ákveður því að endurlifa minnisstæðustu viku lífs síns, þegar hann hitti stóru ástina í lífi sínu, 40 árum fyrr.
Little Women (Rómantík, Drama)

Leikstjórn: Greta Gerwig
Leikarar: Saoirse Ronan, Fiorence Pugh, Emma Watson, Laura Dern, Eliza Scanien, Eliza Scanlen, Timothée Cahlamet, James Norton, Louis Garrel, Bob Odenkirk, Chris Cooper, Abby Quinn, Meryl Streep, Jen Nikolaisen.
Útgáfudagur: 24. janúar 2020
Í bíó frá: 24. janúar. 2020
Sögurþráður: Little Women er um March-fjölskylduna og þá sérstaklega Marchsysturnar fjórar, Jo, Meg, Beth og Amy, en er um leið sjálfsævisaga því Louisa May byggði hana á eigin lífi og systra sinna þriggja. Þótt þær systur væru samrýndar voru þær ólíkar að því leyti að þær horfðu hver með sínum augum á framtíðina. Þannig voru t.d. þær Meg og Amy vissar um að þeim yrði best borgið með því að giftast góðum mönnum (á ólíkum forsendum samt) á meðan Jo (sem í raun er Louisa May) vildi skapa sér sjálfstætt líf, óháð því hverjum hún myndi svo giftast – ef hún myndi giftast. Sagan þykir gefa ómetanlega innsýn í líf milli- og yfirstéttarfólks í Bandaríkjunum á árunum eftir bandarísku borgarastyrjöldina, er í senn áhrifarík og ógleymanleg og inniheldur bæði mikla rómantík og góðan húmor.
Bombshell (Drama, Æviágrip)

Leikstjórn: Jay Roach
Leikarar: Charlize Theron, Nicole Kidman, Margot Robbie, John Lithgow, Allison Janney, Malcolm McDowell, Kate McKinnon, Connie Britton, Brigette Lundy-Paine, Mark Duplass, Stephen Root, Mark Moses, Nazanin Boniadi, Josh Lawson, Alanna Ubach, Andy Buckley, P.J. Byrne, Brooke Smith, Anne Ramsay, Ashley Greene, Ahna O’Reilly, Elisabeth Röhm, Alice Eve, Madeline Zima.
Útgáfudagur: 24. janúar. 2020
Í bíó frá: 24. janúar. 2020
Söguþráður: Rúmu ári áður en Metoo-hreyfingin fór á flug um allan heim í kjölfar ásakana fjölda kvenna í garð kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein um kynferðisglæpi varpaði fyrrverandi fréttakona Fox News-sjónvarpsstöðvarinnar, Gretchen Carlson, sprengju á sinn gamla vinnustað þegar hún kærði stjórnarformann Fox New, Roger Ailes, fyrir að hafa rekið sig vegna þess eins að hún vildi ekki þýðast hann kynferðislega.
Richard Jewell (Drama)

Leikstjórn: Clint Eastwood
Leikarar: Paul Walter Hauser, Sam Rockwell, Kathy Bates, Jon Hamm, Olivia Wilde, Nina Arianda, Ian Gomez, Wayne Duvall, Dylan Kussman, Mike Pniewski, Charles Green, Randy Havens, David Shae, Billy Slaughter, Shiquita James.
Útgáfudagur: 24. janúar 2020
Í bíó frá: 24. janúar. 2020
Söguþráður: Bandaríski öryggisvörðurinn Richard Jewell drýgir mikla hetjudáð þegar hann bjargar þúsundum mannslífa frá sprengjutilræði á Sumarólympíuleikunum í Atlanta í Bandaríkjunum árið 1996. Hann er þó ranglega sakaður um það í fjölmiðlum að vera sjálfur hryðjuverkamaðurinn
Heimskautahundar (Gamanmynd, Ævintýramynd, Fjölskyldumynd, Teiknimynd)

Leikstjórn: Aaron Woodiey
Leikarar: Rúnar Freyr Gíslason, Stefanía Svavarsdóttir, Laddi, Þórhallur Sigurðsson, Steinn Ármann Magnússon, Orri Huginn Ágústsson, Álfrún Helga Örnólfsdóttir.
Útgáfudagur: 24. janúar 2020
Í bíó frá: 24. janúar. 2020
Söguþráður: Sprettur er heimskautarefur sem vinnur á pósthúsi á Norðurpólnum og dreymir um að verða sjálfur sendill en það er starf sem aðeins sterkustu husky-hundarnir eru taldir hæfir til að gegna. En Sprettur er ákveðinn í að sanna hvað hann getur og grunar auðvitað ekki að loksins þegar tækifærið kemur bíði hans annað og mun erfiðara verkefni en hundar gætu höndlað! Eftir að hafa komið sínum fyrsta pakka til skila uppgötvar Sprettur að hinn voldugi rostungur Ottó er farinn af stað með áætlun um að bræða allan ísinn á Norðurpólnum svo hann geti orðið einráður. Við það verður ekki unað og sem betur fer á Sprettur marga góða vini sem hann fær nú í lið með sér til að stöðva Ottó áður en illa fer…
The Gentlemen (Spennumynd, Glæpamynd)

Leikstjórn: Guy Ritchie
Leikarar: Matthew McConaughey, Colin Farrell, Charlie Hunnam, Michelle Dockery, Henry Golding, Hugh Grant, Jeremy Strong, Brittany Ashworth, Jason Wong, Eliot Sumner, Christopher Evangelou, Chloe Arrowsmith.
Útgáfudagur: 31. janúar 2020
Í bíó frá: 31. janúar. 2020
Söguþráður: Mickey Pearson er bandarískur glæpaforingi sem byggt hefur upp öflugt marijúanaveldi í London. Þegar hann lætur á sér skiljast að hann hyggist draga sig í hlé og vilji selja viðskiptaveldið hugsa margir í undirheimunum sér gott til glóðarinnar og í gang fara alls kyns fléttur og blekkingar þar sem enginn er annars bróðir í leik og ekkert er eins og það sýnist.
Like a Boss (Gamanmynd)

Leikstjórn: Miguel Arteta
Leikarar: Tiffany Haddish, Rose Byrne, Salma Hayek, Ari Graynor, Jimmy O. Yang, Catherine Parker, Karan Soni, Billy Porter, Jessica St. Clair, Melissa Saint-Amand, Jacob Latimore, India Batson, Jennifer Coolidge.
Útgáfudagur: 31. janúar 2020
Í bíó frá: 31. janúar. 2020
Söguþráður: Þær Mel og Mia eru bestu vinkonur sem hafa gengið saman í gegnum súrt og sætt og reka sína eigin verslun með förðunarvörur. Sá rekstur hefur hins vegar ekki gengið sem skyldi upp á síðkastið og þegar viðskiptakonan Claire Luna býðst til að koma þeim til bjargar með meira en milljón dollara innspýtingu telja þær sig himin hafa höndum tekið – eða allt þar til þær uppgötva að Claire er sannkallaður úlfur í sauðargæru.