Ný Pólsk matvöruverslun hefur nú opnað á Akureyri.
Verslunin ber nafnið Market – Polski Sklep og er staðsett í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð á jarðhæð í suðurenda (á móti bókhaldsskrifsstofunni Díl).
Verslunin er sú eina sinnar tegundar á Akureyri, þ.e.a.s. Pólsk matvöruverslun.

Fjölbreytt úrval er í boði af Pólskum vörum hjá þeim og teljum við líklegt að Akureyringar muni taka þessari viðbót við vöruúrval þar á bæ fagnandi.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum má búast við því að allir geti fundið eitthvað nýtt til þess að prófa við matargerð eða fyrir snarlið yfir bíómyndinni.
Opnunartíminn hjá þeim er 11.00 – 19:00 alla virka daga og laugardaga, en lokað er á sunnudögum.

Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er verslunarmiðstöðin Sunnuhlíð rótgróin verslunarkjarni á Akureyri staðsett að Sunnuhlíð 12.
Í Sunnuhlíð er ört vaxandi úrval verslana og er Polski Sklep spennandi viðbót í flóruna sem þar er að finna.
